Lystigarðurinn á Akureyri

Gróðurbeð með birki og geitaskeggi við gosbrunninn í Lystigarðinum á Akureyri árið 1995. Ljósmynd: Hermann Georg Gunnlaugsson.

Teiknistofan Storð ehf og Hermann Georg Gunnlaugsson hafa unnið ýmis verkefni tengd Lystigarðinum á Akureyri í gegnum tíðina. Fyrsta verkefnið var lokaverkefni í landslagsarkitektúr þar sem unnið var með hugmyndir að stækkun Lystigarðsins og var verkefnið unnið á árið 1996. Eitt af því sem unnið var með í því verkefni var notkun staðargróðurs við hönnun og útfærslum í stækkun garðsins. Á þessum tíma var hugtakið staðargróður og líffræðilegur fjölbreytileiki ekki komið inn í orðræðuna á Íslandi og meira talað um íslenskar plöntur. Hugmyndir þeirra sem unnu að þessari stækkun höfðu áform um að Lystigarðurinn, Menntaskólinn á Akureyri og Sjúkrahúsið á Akureyri yrði að einum samhangandi skrúðgarði og að skapa þessum stofnunum meira rými og gott útivistarsvæði fyrir gesti, sjúklinga, nemendur og starfsfólk til að njóta, slaka á og búa til læknandi umhverfi.

Upp úr aldamótunum 2000 var unnið að hönnun og útfærslum að nýjum inngangi inn í garðinn frá bílastæðum við heimavist MA og byggðu þær að hluta til á þeim hugmyndum sem komu fram í lokaverkefni Hermanns frá árinu 1996.

Árið 2007 var samþykkt deiliskipulag fyrir Lystigarðinn þar sem kaffihúsið var staðsett í miðjum garðinum og einnig var sett hverfisvernd á elsta hluta garðsins frá upphafsárinu árið 1912. Markmiðið með deiliskipulaginu var að koma upp kaffihúsinu á 100 ára afmæli garðsins.

Það má því segja að sú ákvörðun að velja Lystigarðinn á Akureyri hafi verið lykillinn að velgengninni á 30 ára starfsferli og það er án efa heimsókn í Lystigarðinn árið 1980 sem olli því að Hermann valdi sér þann starfsvettvang að varða landslagsarkitekt.

Nánari upplýsingar: Lystigarðurinn á Akureyri, Háskólinn í Þýskalandi, Deiliskipulag Lystigarðsins á Akureyri, Arkitektar kaffihússins.

Previous
Previous

Sóltún - Hönnun útivistarsvæðis

Next
Next

Austurhlíð 10-14 í Reykjavík - Hönnun lóðar