Sóltún - Hönnun útivistarsvæðis

Fyrstu drög að opnu svæði á Ármannsreit unnin árið 2001 og er svæði sem í dag er kallaður Sóltúnsreitur í dag. Í þessum fyrstu drögum var ekki áforamað að stækka hjúkrunarheimilið og ætlunin að nýta íþróttahús Ármanns áfram með byggingu á nýjum grunnskóla. Verkefnið var sett í bið og ekki tekinn upp þráðurinn aftur fyrr en árið 2008. En það hefur verið uppbygging á reitnum með fjölbýlishúsum á austur svæðinu og skóla- og leikskólalóðinni var úthlutað til Waldorfskólans Sólastafa. Einnig hefur lóð hjúkrunarheimilisins tekið breytingum og síðustu vendingar eru uppbygging á íbúðarhúsnæði í stað hjúkrunarheimilis.

Reiturinn afmarkast af Sóltún, Miðtúni, Hátúni og Nóatún er útivistarsvæði sem liggur á milli Hjúkrunarheimilsins Sóltúns, leik- og grunnskóla Waldorfskólans Sólstafa. Á hluta svæðisins er leiksvæði og gerir hönnunin ráð fyrir göngu- og hjólastíg sem liggur í gegnum allan reitinn og framhjá boltavöllum. Verkefnið hefur enn ekki fengið framgang, en hægt væri að dusta rykið af þessum eldri hugmyndum og byggja upp svæðið með göngu- og hjólaleið og vasagörðum fyrir íbúana.

VERKKAUPI: Reykjavíkurborg

Almenningsgarður við Sóltún með leiksvæði, göngu- og hjólastíg og sleðabrekku.

Previous
Previous

Waldorfskólinn Sólstafir - Lóðir

Next
Next

Lystigarðurinn á Akureyri