Austurhlíð 10-14 í Reykjavík - Hönnun lóðar
Yfirlit
Heiti verkefnis: Austurhlíð 10-14 - Hönnun lóðar
Staða verkefnis og verkkaupi: Lokið - Samtök aldraðra byggingarsamvinnufélag
Staðsetning verkefnis Reykjavík
Greinargerð
Við hönnun lóðarinnar er lögð áhersla á að hafa aðkomur skýrar og veita góða yfirsýn. Á lóðinni er kvöð um gönguleið frá Austurhlíð að gönguleið sem liggur meðfram austurhlið lóðarinnar, en sú leið liggur um þakgarð sem er ofan á bílakjallara og tengist jafframt aðinngöngum í allar byggingarnar. Á þakgarði er komið fyrir dvalarsvæði á sólríkum stað sem er með gott aðgengi frá aðalinngöngum bygginganna. Lögð er áhersla á að nota trjágróður og skjólveggi til að mynda skjól og gera svæðið aðlaðandi fyrir íbúa og gesti.
Árið 2023 fékk lóðin fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar, en í umsögn kom m.a. fram: “Lóðin við Austurhlíð 10-14 er vel hönnuð og gott rými er á milli húsanna sem gerir lóðina bjarta, opna og skjólsæla. Hún er líka einstaklega vel hirt og snyrtileg. Mikill fjölbreytileiki er í plöntuvali, sem gefur hverri árstíð sinn sjarma. Dvalar- og setsvæði eru vel staðsett, skjólsæl og með góðum bekkjum. Lýsingin er einnig vel leyst.”