Waldorfskólinn Sólstafir - Lóðir
Óhefðbundið útileiktæki við Freie Waldorfschule í Wendelstein í Þýskaland. Ljósmynd @ hermann georg gunnlaugsson
Teiknistofan Storð ehf hefur alla tíð haft áhuga á óhefðbundnu skólastarfi og kennsluháttum. Ýmis tengsl við Waldorf hugmyndafræði Rudolf Steiner í Þýskalandi hefur fylgt okkur og einnig hafa verið skoðuð verkefni í Þýskalandi og Svíþjóð til að auka þekkingu á þessum málaflokki. Af þeim sökum vegna þekkingar og áhuga hefur stofan komið að hönnun og ráðgjöf fyrir Waldorfskóla, Hjallastefnuna, Sólheima í Grímsnesi og skógarleiksvææðið í Björnslundi í Reykjavík. Umhverfi barna er eitt af megin verkefnum stofunnar í gegnum árin og mikil ánægja að geta orðið að lið í þessum málaflokki.
Sólstafir höfðu sambandi við teiknistofuna í upphafi þegar starfsemi leik- og grunnskóla var færð af Grundarstíg 19 inn í Sóltún. Við höfum komið að því að leggja línurnar varðandi útfærslu lóðanna og að aðstoða við að komi aðaluppdráttum og leggja inn séruppdrætti af lóðinni í gegnum afgreiðsluferlið hjá byggingarfulltrúa í samstarfi við aðalhönnun bygginganna, en aðalhönnuður þeirra er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt. Það er hugmyndafræði Waldorfstefnunnar sem hefur ráðið för og einnig hafa foreldrar og starfsfólk unnið að hluta til við að útfæra lóðirnar. Þetta eru því óhefðbundið vinnuferli, en mikilvægt að fagfólk eins og landslagsarkitektar komi að hönnun lóðanna og ráðgjöf við útfærslur. Leikskólinn var byggður fyrst árið 2015 og svo kom fyrsti áfangi grunnskólans árið 2018 á lóðinni við Sóltún 6 í Reykjavík. Það er svo í framtíðinni að bæta við byggingum sem mynda samhangandi þyrpingu húsa.
Frekari upplýsingar: Waldorfskólinn Sólstafir, Basalt / Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt, Waldorfskólar í Þýskalandi, Freie Waldorfschule in Wendestein.