Hraunbær 143 - fjölbýlishúsalóð

Árið 2017 tók Teiknistofan Storð ehf þátt í boðskeppni um skipulag á reit við Hraunbæ / Bæjarháls á vegum Reykjavíkurborgar í samstarfi við Tendra arkitektar ehf og hér fylgja með þau gögn. En tillagan fékk ekki hljómgrunn, þó tillagan hafi fallið vel að núverandi byggð.

Þremur árum síðar kom inn annað verkefni af sama svæði og þar kemur Teiknistofan Storð að hönnun lóðar í samstarfi við arkitektastofurnar Gríma arkitektar ehf og A2F ehf arkitektar. Lóðin er í byggingu, en byggingaraðilinn og verkkaupi okkar er Húsvirki ehf.

Á þessari lóð eru skýr ákvæði um blágrænar ofanvatnslausnir BGO og er stór hluti af því fólgin í því að fanga ofanvatn til að hægja á því áður en það fer niður í regnvatnskerfi borgarinnar.

Tillaga frá árinu 2017 unnin af Tendru arkitektum ehf og Teiknistofunni Storð ehf.

Mynd að lóðinni við Hraunbæ 143 í auglýsingu Reykjavíkurborgar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar lóðarinnar.

Previous
Previous

Kosningar til stjórnar heimssamtaka landslagsarkitekta IFLA World

Next
Next

Aðjúnkt og námsbrautarstjóri við LbhÍ