Aðjúnkt og námsbrautarstjóri við LbhÍ

Hermann Georg hefur gengt starfi aðjúnkts og námsbrautarstjóra í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands frá 1. ágúst 2021, en námsbrautin er 3ja ára BS nám sem veitir nemendum möguleika á frekara námi erlendis. Starfsheitið „landslagsarkitekt“ er lögverndað starfsheiti á Íslandi og þarf að ljúka meistaragráðu í landslagsarkitektúr frá viðurkenndum háskóla til að öðlast þau réttindi.

Í lok júlí lýkur ráðningu Hermanns, en hann hefur meðal annars kennt tvo stúdíó áfanga á 1. og 2. ári við námsbrautina.

1. ágúst nk. tekur við keflinu nýr námsbrautarstjóri.

Hermann Georg ávarpar útskriftarhópinn 3. júní 2022.

Previous
Previous

Hraunbær 143 - fjölbýlishúsalóð

Next
Next

Í dómnefnd þýsku landslagsarkitektaverðlaunanna 2017