Smiðjuholt - Hönnun lóðar
Smiðjuholt er heiti verkefnisins þar sem Búseti hsf hefur byggt um 200 íbúðir í grónu hverfi í Reykjavík. Lóðin afmarkast að af þremur götum, þ.e. Einholti, Háteigsvegi og Þverholti, ásamt göturými sem kallast Smáholt og liggur frá Einholti að Þverholti. Inngarðarnir tveir og garðrýmið er að mestu leiti sameign allra, en út frá þeim íbúðum sem eru á jarðhæð eða næst aðkomuhæðum frá götum eru skilgreindir sérnotafletir sem eru allir eru með timburklæddu útisvæði.
Árið 2018 fékk lóðin Fegrunarverðlaun Reykjavíkurborgar og í umfjöllun kemur fram: “Fá viðurkenningu fyrir gróðursæla, efnisríka og snyrtilega lóð með nægum hjólastæðum. Lóðin gerir mikið fyrir hverfið og gott flæði fyrir almenning er í gegnum hana.”
https://reykjavik.is/frettir/fegrunarvidurkenningar-reykjavikurborgar-2018
Heiti verkefnis: Smiðjuholt - Íbúðir Búseta hsf
Staða verkefnis: Tilbúið
Staðsetning verkefnis Reykjavík