logo
144 4461

Yfirlit

Heiti verkefnis: Bláa lónið 1. áfangi - Frágangur utanhúss
Staða verkefnis: Lokið
Staðsetning verkefnis Grindavík

Bláa Lónið

Bláa lónið er sambland af sköpunargleði guðs og manna. Náttúran á Reykjanesi er stórfengleg og vald náttúrunnar er mikið. Þó verk mannsins séu smá í samanburði í mælikvarða náttúrunnar, er mjög mikilvægt að vanda verk sín þegar þau eru felld að stórbrotinni náttúru. Þessi ómótstæðileg náttúra og lækningarmáttur sjóvatnsins í Bláa Lóninu hefur mikið aðdráttarafl og þangað kom nú árlega um 300.000 gestir.

Fyrir 10 árum var Vinnustofu arkitekta Skólavörðustíg 12 falið að vinna tillögur að byggingum og frágangi við nýjann baðstað við Bláa lónið við Svartsengi. Megininntak staðarvalsins og hönnunarinnar mannvirkisins var sú að huga að verndun náttúru og fella mannvirkið vel að landslaginu. Illahraun, sem var seigfljótandi apalhraun, rann á 12. öld yfir eldra hraun og eftir stóðum 6 m há hraunbrún.

VA-arkitektar ehf Skólavörðustíg 12 eiga heiðurinn að staðarvalinu og hönnun mannvirkisins og allri byggingunni. Staðsetning Bláa lónsins er án vafa vel heppnað þar sem það liggur undir þessari 6 m háu hraunbrún og í góðu skjóli fyrir svölum norðanvindi, sem brotnar einnig á hrjúfum hraunbreiðunum á Reykjanesi. Hraunbrúnin við aðkomasvæðið og bílastæðin tekur faðmandi á móti gestunum. 200 m löng aðkomugjá sem er slegin niður í úfið hraunið er mikilvægur aðdragandi áður en komið er að baðhúsinu og tilkomumiklu baðlóninu. Til að hlífa svæðinu meðan á framkvæmdum stóð var lögð rík áhersla á að halda til haga verðmætum. Til að varðveita sem mest af viðkvæmu umhverfinu, mosanum og hrauninu var 5.000 m2 baðlónssvæðið nýtt sem framkvæmdasvæði.

Framkvæmdir við nýja baðlónið hófust í byrjun árs 1998. Í ársbyrjun 1999 óskuðu VA arkitekta eftir því að Teiknistofan Storð ehf kæmum að lokafrágangi baðlónsins og umhverfi þess. Hlutverk okkar var að vinna með VA-arktektum að lokafrágangi við baðlónið, yfirborðsfrágangi og efnisvali utanhúss. Á þessum tímapunkti var bygging hússins í fullum gangi og mótun baðlónsins lá að mestu fyrir, en eftir var að forma hæðarlínur og halla á baðströndum. Á bílastæði, aðkomugjánni og útisvæðum við bygginguna lágu ekki fyrir teikningar varðandi endanlegann yfirborðsfrágang. Okkar hlutverk fólst í því að vinna með okkar fagþekkingu úr hugmyndafræði arkitektanna og útfæra efnisval útisvæðanna í samráði við aðalhönnuði hússins. Setlaugar, brýr, handrið og útipallar voru á hendi arkitektanna.

Megininntak hönnunarinnar er að lónið er staðsett í hrauninu og að allur frágangur ætti að vera sem náttúrulegastur. Til að undirstrika dökka hraunið voru notaðar svartlitaðar hellur og aðeins notaður einn litur. Leitast var við að ganga frá öllu röskuðu svæði með hraungrýti og mosa sem var að mestu leyti til staðar. Mest allt hraun af lóðinni var nýtt til frekari áherslu við frágang umhverfis hús, að malbiki og hellulögnum. Það var lykilatriði að utanaðkomandi gróður og iðagræn grassvæði ætti ekki heima á svæðinu og myndi virka mjög framandi í þessu hrjúfa og náttúrulega hraunlandslagi.

Efnisnotkun var mjög skýr. Framandlegum lit baðlónsins er ætlað að falla að náttúrulegu hraunlandslaginu. Hraungrýti, mosi og svartur sandurinn mynda hina náttúrulegu þrenningu sem vatnið flæðir um. Gjáin sem liggur í gegnum bygginguna með hraunklæddum veggjum gerir aðkomusvæðið, bygginguna og baðlónið að einni heild. Lögð var mikil áhersla á halda í sem mest af náttúrunni og er mosavaxin hrauneyja næst húsinu látin halda sér svo til óhreyfð. Notkun á lýsingu er einnig mjög meðvituð og gerir upplifun Bláa lónsins í ljósaskiptunum stórfenglega. Með mikilli nærgætni verður umhverfi og mannvirki að einni órjúfanlegri heild.

Arkitektar:

VA arkitektar ehf.

Skólarvörðustíg 12 101 Reykjavík

Hönnunarhópur:

Teiknistofan Storð ehf

Aðrir hönnuðir:

(Greinin áður birt á dönsku í LANDSKAB 3+4/04 tímariti danskra landslagsarkitekta)

BADLON 2016 2016 yfirlit 150
Landskab 2004 03 04 s84 85 1
Landskab 2004 03 04 s84 85 2