logo

Heilsustígur í Bolungarvík

24, Jun, 2020

Heilsustígur í Bolungarvík – Í vinnslu!

Nú er á lokametrunum frágangur á heilsustígaskiltum fyrir Bolungavíkurkaupstað, en búið er að setja niður flest æfingatækin sem eru hluti að pakkanum. Upphaf og endastöð Heilsustígsins í Bolungarvík verður við Íþróttamiðstöðina Árbæ. Heilsustígurinn samanstendur af 11 sérútfærðum æfingartækjum, upplýsingaskiltum með leiðbeiningum fyrir æfingar á samtals 15 stöðvum og stígur sem hægt er að ganga, hlaupa eða hjóla eftir því sem hentar hverjum og einum.

Þetta verður fjórði Heilsustígurinn, en fyrir hafa verið settir upp Heilsustígar í Hveragerði, á Hvolsvelli og í Þorlákshöfn. Búið er að setja upp 1. áfanga að Heilsustíg í Reykjavík, en næstu áfangar eru í undirbúningi.

Hafið samband ef þið viljið fá nánari upplýsingar um Heilsustíga og uppbyggingu þeirra.

IMG 9301 Bolungarvik 01
IMG 9222 Bolungarvik 03
IMG 9308 Bolungarvik 02